Ökumaður lést á þriðja æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 10:15 Frá fyrri keppni í Pikes Peak. Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent
Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent