Sprengitoppar í fjölda ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 12:01 Skemmtiferðaskipið Splendida í Sundahöfn í gær en það kom til Ísafjarðar í morgun. Um 4600 manns ferðast með skipinu. vísir/andri marinó Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10