Sport

Sögulegt brons á EM í taekwondo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook
Ísland eignaðist í dag sína fyrstu verðlaunahafa á Evrópumeistaramóti í taekwondo en mótið stendur nú yfir í Serbíu.

Þeir Hákon Jan Norðfjörð, Bartosz Wiktorowicz og Eyþór Atli Reynisson unnu til bronsverðlauna í hópa-poomsae þar sem keppendur þurfa að gera æfingar í fullkomnum takti og samhljóm.

Aðrir íslenskir keppendur náðu góðum árangri á mótinu eins og lesa má um hér fyrir neðan en um mánaðamótin munu þeir halda til Frakklands og taka þátt í Evrópumeistaramótinu í bardaga.

Í dag unnu íslenskir keppendur í taekwondo til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í poomsae í taekwondo í Belgrað í...

Posted by Taekwondosamband Íslands on Sunday, June 28, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×