Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 10:13 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Fjölmenni var við Arnarhól í gærkvöldi þar sem því var fagnað að í dag eru liðin 35 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Aldrei áður hafði kona verið kjörinn forseti í lýðræðisríki í Evrópu. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var ekki á svæðinu í gærkvöldi sem olli sumum gestum vonbrigðum. Árni Sigurjónsson hjá embætti Forseta Íslands segir í samtali við Vísi að Ólafur Ragnar sé í London. Á heimasíðu forsetaembættisins kemur fram að hann hafi í síðustu viku, nánar tiltekið á fimmtudaginn, setið fundi til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans. Til kvöldverðarins var boðað af Lakshmi Mittal, forstjóra ArcelorMittal, til heiðurs bankanun. „Þar var m.a. rætt um glímuna við fjármálakreppuna, árangur Íslendinga og ákvarðanir varðandi fjármagnshöftin.“Enn í London en dagskrá ókunn Þá sat Ólafur Ragnar einnig fund með Jo Ralling, stjórnanda fjölmiðlunarkerfis matreiðslumannsins Jamie Oliver, sem þekktur er fyrir sjónvarpsþætti sína og baráttu fyrir hollu mataræði. „Rætt var m.a. um áhrif sykurneyslu meðal ungs fólks og annarra á aukna tíðni alvarlegra sjúkdóma og nauðsyn alþjóðlegs átaks gegn vaxandi sykurneyslu.“ Á heimasíðu Forseta Íslands kemur fram að báðir fundirnir voru síðastliðinn fimmtudag. Engar upplýsingar fengust veittar frá forsetisembættinu hvað hefði drifið á daga forsetans síðan þá nema að hann væri enn staddur í London. Tengdar fréttir Birkið í sérstöku uppáhaldi hjá Vigdísi Tré voru gróðursett á um áttatíu stöðum um land allt í dag í tilefni 35 ára afmælis forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur sem verður á mánudaginn. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi hugleikin í gegnum tíðina, en hún segir íslenska birkið í sérstöku uppáhaldi. 27. júní 2015 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fjölmenni var við Arnarhól í gærkvöldi þar sem því var fagnað að í dag eru liðin 35 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Aldrei áður hafði kona verið kjörinn forseti í lýðræðisríki í Evrópu. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var ekki á svæðinu í gærkvöldi sem olli sumum gestum vonbrigðum. Árni Sigurjónsson hjá embætti Forseta Íslands segir í samtali við Vísi að Ólafur Ragnar sé í London. Á heimasíðu forsetaembættisins kemur fram að hann hafi í síðustu viku, nánar tiltekið á fimmtudaginn, setið fundi til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans. Til kvöldverðarins var boðað af Lakshmi Mittal, forstjóra ArcelorMittal, til heiðurs bankanun. „Þar var m.a. rætt um glímuna við fjármálakreppuna, árangur Íslendinga og ákvarðanir varðandi fjármagnshöftin.“Enn í London en dagskrá ókunn Þá sat Ólafur Ragnar einnig fund með Jo Ralling, stjórnanda fjölmiðlunarkerfis matreiðslumannsins Jamie Oliver, sem þekktur er fyrir sjónvarpsþætti sína og baráttu fyrir hollu mataræði. „Rætt var m.a. um áhrif sykurneyslu meðal ungs fólks og annarra á aukna tíðni alvarlegra sjúkdóma og nauðsyn alþjóðlegs átaks gegn vaxandi sykurneyslu.“ Á heimasíðu Forseta Íslands kemur fram að báðir fundirnir voru síðastliðinn fimmtudag. Engar upplýsingar fengust veittar frá forsetisembættinu hvað hefði drifið á daga forsetans síðan þá nema að hann væri enn staddur í London.
Tengdar fréttir Birkið í sérstöku uppáhaldi hjá Vigdísi Tré voru gróðursett á um áttatíu stöðum um land allt í dag í tilefni 35 ára afmælis forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur sem verður á mánudaginn. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi hugleikin í gegnum tíðina, en hún segir íslenska birkið í sérstöku uppáhaldi. 27. júní 2015 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Birkið í sérstöku uppáhaldi hjá Vigdísi Tré voru gróðursett á um áttatíu stöðum um land allt í dag í tilefni 35 ára afmælis forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur sem verður á mánudaginn. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi hugleikin í gegnum tíðina, en hún segir íslenska birkið í sérstöku uppáhaldi. 27. júní 2015 21:00