Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 11:30 Jean-Claude Juncker sakaði Grikklandsstjórn um eigingirni og popúlisma. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“. Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“.
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu