Veiðimenn undir tvítugu fá 50% afslátt af veiðileyfum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2015 13:44 Mynd: www.veida.is Þeir sem eru að byrja í stangveiði eru oft ungir að árum og hafa oftar en ekki minna milli handanna þegar kemur að veiðileyfakaupum. Þessir ungu veiðimenn veiða gjarnan í ódýrari ánum á jaðartíma með misjafnri veiðivon en það sem togar auðvitað alla að bakkanum er veiðivonin fyrst og fremst. Forsvarsmenn Ytri Rangár hafa tekið þá ákvörðun, til að auðvelda ungum og upprennandi veiðimönnum að kynnast sportinu og ánni á góðum tíma, að bjóða öllum veiðimönnum undir tvítugu veiðileyfi í ánni með 50% afslætti. Það sem er innifalið í leyfinu er veiðileyfi, svefnpokapláss og þess ber líka að geta að engin fæðisskylda er með veiðileyfinu. "Okkur finnst lítil endurnýjun í stangveiðinni sem skrifast að stóru leiti á dýr veiðileyfi sem þeir eldri eiga auðveldara með að greiða fyrir svo við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og gera ungum veiðimönnum auðveldara fyrir að komast í góða veiði á góðu verði" segir Karl Eyjólfur Karlsson forssvarsmaður Ytri Rangár. Ytri Rangá hentar byrjendum mjög vel og veiðivon í ánni er sérstaklega góð en það sést best á því að áin er ár eftir ár ein af aflahæstu laxveiðiánum á landinu. Það er víst að þetta tilboð á eftir að kveikja í ungum veiðimönnum og þeir sem vilja frekari upplýsingar um þetta tilboð er bent á að senda póst á johannes@westranga.is en hann veitir góðfúslega upplýsingar um lausa daga til handa þessum hóp í ánni. Þess má geta að frá opnun, sem var á föstudaginn eru komnir 67 laxar á land úr Ytri Rangá. Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði
Þeir sem eru að byrja í stangveiði eru oft ungir að árum og hafa oftar en ekki minna milli handanna þegar kemur að veiðileyfakaupum. Þessir ungu veiðimenn veiða gjarnan í ódýrari ánum á jaðartíma með misjafnri veiðivon en það sem togar auðvitað alla að bakkanum er veiðivonin fyrst og fremst. Forsvarsmenn Ytri Rangár hafa tekið þá ákvörðun, til að auðvelda ungum og upprennandi veiðimönnum að kynnast sportinu og ánni á góðum tíma, að bjóða öllum veiðimönnum undir tvítugu veiðileyfi í ánni með 50% afslætti. Það sem er innifalið í leyfinu er veiðileyfi, svefnpokapláss og þess ber líka að geta að engin fæðisskylda er með veiðileyfinu. "Okkur finnst lítil endurnýjun í stangveiðinni sem skrifast að stóru leiti á dýr veiðileyfi sem þeir eldri eiga auðveldara með að greiða fyrir svo við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og gera ungum veiðimönnum auðveldara fyrir að komast í góða veiði á góðu verði" segir Karl Eyjólfur Karlsson forssvarsmaður Ytri Rangár. Ytri Rangá hentar byrjendum mjög vel og veiðivon í ánni er sérstaklega góð en það sést best á því að áin er ár eftir ár ein af aflahæstu laxveiðiánum á landinu. Það er víst að þetta tilboð á eftir að kveikja í ungum veiðimönnum og þeir sem vilja frekari upplýsingar um þetta tilboð er bent á að senda póst á johannes@westranga.is en hann veitir góðfúslega upplýsingar um lausa daga til handa þessum hóp í ánni. Þess má geta að frá opnun, sem var á föstudaginn eru komnir 67 laxar á land úr Ytri Rangá.
Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði