Afnema Bandaríkin 25% innflutningsskatt á erlenda pallbíla? Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 15:29 Toyota Hilux árgerð 2016. Með viðskiptasamningi Bandaríkjanna við Evrópu og löndin sem liggja að Kyrrahafinu (Transatlantic Trade og Trans-Pacific Partnership) verða yfirvöld í Bandaríkjunum að afnema þann 25% innflutningsskatt sem lengi hefur verið við lýði á erlendum pallbílum. Það gæti þýtt að bílar eins og Toyota Hilux og Volkswagen Amarok gætu farið að seljast eins og heitar lummur þar vestra. Bandaríkjamenn hafa hingað til valið pallbíla frá eigin landi og það í stórum stíl, en smærri pallbílar framleiddir í öðrum löndum hafa verið á háu verði sökum skattsins. Þessi skattur hefur af gárungunum oftast verið kallaður „chicken tax“. Ef af verður skapar þetta mikinn vanda fyrir Ford, GM og Chrysler sem framleitt hafa ógnarmagn af sínum pallbílum á undanförnum áratugum, en búast má við því að margir muni frekar velja sér minni pallbíla á lægra verði. Það mun koma í ljós hvort þessi samningur verður samþykktur á bandaríska þinginu í haust og þá þurfa bandarísku framleiðendurnir að fara að brýna klærnar. Fram að því munu þeir örugglega tala fyrir því að þessi skattur verði ekki afnuminn, að minnsta kosti ekki í einni svipan. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent
Með viðskiptasamningi Bandaríkjanna við Evrópu og löndin sem liggja að Kyrrahafinu (Transatlantic Trade og Trans-Pacific Partnership) verða yfirvöld í Bandaríkjunum að afnema þann 25% innflutningsskatt sem lengi hefur verið við lýði á erlendum pallbílum. Það gæti þýtt að bílar eins og Toyota Hilux og Volkswagen Amarok gætu farið að seljast eins og heitar lummur þar vestra. Bandaríkjamenn hafa hingað til valið pallbíla frá eigin landi og það í stórum stíl, en smærri pallbílar framleiddir í öðrum löndum hafa verið á háu verði sökum skattsins. Þessi skattur hefur af gárungunum oftast verið kallaður „chicken tax“. Ef af verður skapar þetta mikinn vanda fyrir Ford, GM og Chrysler sem framleitt hafa ógnarmagn af sínum pallbílum á undanförnum áratugum, en búast má við því að margir muni frekar velja sér minni pallbíla á lægra verði. Það mun koma í ljós hvort þessi samningur verður samþykktur á bandaríska þinginu í haust og þá þurfa bandarísku framleiðendurnir að fara að brýna klærnar. Fram að því munu þeir örugglega tala fyrir því að þessi skattur verði ekki afnuminn, að minnsta kosti ekki í einni svipan.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent