Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:28 Kolbein og Eiður Smári skoka léttir í lund á æfingu í morgun. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50