Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:28 Kolbein og Eiður Smári skoka léttir í lund á æfingu í morgun. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50