Sport

Jón Arnór hafði betur gegn Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson fagnaði sigri í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson fagnaði sigri í kvöld. Vísir/Getty
Unicaja Malaga vann í kvöld góðan sigur á Barcelona í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar.

Framlengja þurfti leikinn en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 74-74. Malaga gekk á lagið í framlengingunni og tryggði sér að lokum fimm stiga sigur, 89-84.

Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði Malaga og spilaði í tæpar fimmtán mínútur. Hann skoraði sjö stig og tók eitt frákast.

Leikurinn fór fram á heimavelli Malaga en með sigrinum náðu Jón Arnór og félagar að minnka muninn í 2-1 í rimmu liðanna. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudagskvöld, einnig í Malaga.

Sigurvegarinn í rimmunni mætir annað hvort Real Madrid eða Valencia í lokaúrslitunum. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×