Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2015 16:34 Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/ÍSÍ Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ Fimleikar Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira