Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi 12. júní 2015 21:05 Vísir/Ernir Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53