Handbolti

Komst áfram þrátt fyrir tólf marka tap í höllinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svartfellingar reyna að halda aftur af Róberti Gunnarssyni í gær.
Svartfellingar reyna að halda aftur af Róberti Gunnarssyni í gær. Vísir/Ernir
Svartfjallaland gat leyft sér að fagna í Laugardalshöll þrátt fyrir að hafa steinlegið fyrir okkar mönnum, 34-22, lokaumferð undankeppni EM 2016.

Ísland vann riðilinn með níu stig en Serbía varð í öðru sæti með átta eftir öruggan sigur á Ísrael á heimavelli, 32-23.

Tvö efstu lið riðlanna sjö komust áfram á EM í Póllandi auk þess liðs sem bestum árangri náði í þriðja sæti.

Svartfjallaland þurfti að treysta á að Danmörk myndi vinna Bosníu í 2. riðli en þrátt fyrir hetjulega baráttu Bosníumanna höfðu Danir nauman sigur. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu nauman sigur, 26-25.

Liðin í þriðja sæti:

* árangur gegn liðinu í neðsta sæti tekinn út.

1. riðill: Holland 0 stig

2. riðill: Bosnía 2 stig

3. riðill: Lettland 0 stig

4. riðill: Svartfjallaland 3 stig

5. riðill: Portúgal 0 stig

6. riðill: Tékkland 1 stig

7. riðill: Austurríki 0 stig

Efstu tvö sætin í hverjum riðli:

1. riðill: Króatía og Noregur

2. riðill: Danmörk og Hvíta-Rússland

3. riðill: Svíþjóð og Slóvenía

4. riðill: Ísland og Serbía

5. riðill: Ungverjaland og Rússland

6. riðill: Frakkland og Makedónía

7. riðill: Spánn og Þýskaland

Dregið verður í riðla á föstudag eins og fjallað er um hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×