Þakkarræða Halldóru sló í gegn: "Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 21:24 Halldóra Geirharðsdóttir hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á Grímuhátíðinni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015 Gríman Leikhús Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira