Lögregla í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, skaut í gær tígrisdýr sem slapp úr dýragarði í borginni í gríðarmiklu flóði um helgina. Dýrið hafði þá banað einum manni og sært annan.
Lögreglan í borginni hefur verið sökuð um að bana nokkrum þeirra fjölmörgu dýra sem sluppu um helgina að óþörfu. Lögreglumennirnir sem skutu tígrisdýrið segja þó að það hafi ekki verið möguleiki á að nota deyfibyssu.
Að því er Guardian greinir frá, hafa alls tuttugu borgarbúar látið lífið vegna hamfaranna og að minnsta kosti sex til viðbótar er saknað. Enn er óvíst hversu mörg dýr úr dýragarðinum ráfa enn um götur Tbilisi. Á þriðjudag lýstu stjórnvöld því yfir að dýrin hefðu öll fundist en stuttu síðar sögðu umsjónarmenn dýragarðsins í fréttatilkynningu að tígrisdýrs, bjarndýrs og hýenu væri enn saknað.
Tígrísdýr banaði manni í Tbilisi

Tengdar fréttir

Enn leika dýrin lausum hala í Georgíu
Að minnsta kosti tólf eru látnir.

Dýr ganga laus um götur höfuðborgar Georgíu
Ljón, Tígrisdýr, flóðhestur og fleiri dýr sluppur úr dýragarði eftir mikil flóð.