Rokkuð rómantík hjá Heard Ritstjórn skrifar 1. júní 2015 13:15 Smekklega leikkonan Amber Heard er með stíl sem auðvelt er að leika eftir. Glamour/Getty Frægðarsól leikkonunnar Amber Heard hefur risið hratt undanfarin ár og ekki minnkaði athyglin þegar Heard gekk að eiga kvennagullið Johnny Depp. Heard er fastur gestur á listum miðlanna yfir kynþokkafyllstu konur í heimi en Glamour er hrifið af stílnum hennar sem við teljum vera hina fullkomnu blöndu af rokki og rómantík. „Ég set ekki merkimiða á það sem ég er – ég hef verið í góðum samböndum við bæði konur og menn. Ég elska þann sem ég elska, það er manneskjan sem skiptir máli,“ lét Amber Heard hafa eftir sér á GLAAD-verðlaunahátíðinni árið 2010. Þá var hún í sambandi með ljósmyndaranum Taysa van Ree. Tveimur árum seinna kynntist hún leikaranum Johnny Depp við tökur á myndinni The Rum Diary, en Heard var tekin fram yfir þær Keiru Knightley og Scarlett Johansson. Myndin reyndist örlagavaldur í lífi hennar því að í febrúar síðastliðnum gengu þau Heard og Depp í það heilaga í látlausri athöfn á heimili sínu í Los Angeles. Nú þarf hún að venjast því að vökul augu slúðurpressunnar fylgi henni hvert fótmál. Einhverjar sögusagnir eru uppi um að hjónabandinu sé nú lokið eftir einungis tvo mánuði en ekkert er staðfest í þeim efnum. Rómantískur rokkari lýsir stíl Heard vel. Rauði varaliturinn fer upp á rauða dreglinum þar sem glamúrinn er allsráðandi. Buxnadragtir eða dragsíðir galakjólar fara leikkonunni vel. Hversdagurinn býður hinsvegar upp á nóg af fylgihlutum. Hálsfestar í tonnatali og hattur á haus. Gróf stígvel við rómantískan kjól og ekki hægt að segja annað en hjónin, Depp og Heard, fari hvort öðru vel - allavega í fatastíl. Neðst í greininni er hægt að sjá hvernig er best að stela stíl Heard úr íslenskum verslunum. Ásamt eiginmanninum, leikaranum Johnny Depp.Steldu stílnum:Kápa: Vila - 11.990,-Hálsmen: Andrea - 16.990,-Gallabuxur: Vila - 9.490,-Samfestingur: Lindex - 7.995,-Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram. Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour
Frægðarsól leikkonunnar Amber Heard hefur risið hratt undanfarin ár og ekki minnkaði athyglin þegar Heard gekk að eiga kvennagullið Johnny Depp. Heard er fastur gestur á listum miðlanna yfir kynþokkafyllstu konur í heimi en Glamour er hrifið af stílnum hennar sem við teljum vera hina fullkomnu blöndu af rokki og rómantík. „Ég set ekki merkimiða á það sem ég er – ég hef verið í góðum samböndum við bæði konur og menn. Ég elska þann sem ég elska, það er manneskjan sem skiptir máli,“ lét Amber Heard hafa eftir sér á GLAAD-verðlaunahátíðinni árið 2010. Þá var hún í sambandi með ljósmyndaranum Taysa van Ree. Tveimur árum seinna kynntist hún leikaranum Johnny Depp við tökur á myndinni The Rum Diary, en Heard var tekin fram yfir þær Keiru Knightley og Scarlett Johansson. Myndin reyndist örlagavaldur í lífi hennar því að í febrúar síðastliðnum gengu þau Heard og Depp í það heilaga í látlausri athöfn á heimili sínu í Los Angeles. Nú þarf hún að venjast því að vökul augu slúðurpressunnar fylgi henni hvert fótmál. Einhverjar sögusagnir eru uppi um að hjónabandinu sé nú lokið eftir einungis tvo mánuði en ekkert er staðfest í þeim efnum. Rómantískur rokkari lýsir stíl Heard vel. Rauði varaliturinn fer upp á rauða dreglinum þar sem glamúrinn er allsráðandi. Buxnadragtir eða dragsíðir galakjólar fara leikkonunni vel. Hversdagurinn býður hinsvegar upp á nóg af fylgihlutum. Hálsfestar í tonnatali og hattur á haus. Gróf stígvel við rómantískan kjól og ekki hægt að segja annað en hjónin, Depp og Heard, fari hvort öðru vel - allavega í fatastíl. Neðst í greininni er hægt að sjá hvernig er best að stela stíl Heard úr íslenskum verslunum. Ásamt eiginmanninum, leikaranum Johnny Depp.Steldu stílnum:Kápa: Vila - 11.990,-Hálsmen: Andrea - 16.990,-Gallabuxur: Vila - 9.490,-Samfestingur: Lindex - 7.995,-Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram.
Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour