Innlent

Segir að ræða þurfi tillöguna mun betur í nefndinni

Heiða Kristín Helgadóttir skrifar
Breytingartillaga um skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli sem meirihluti umhverfis og samgöngunefndar þingsins samþykkti í morgun setti þingstörf í uppnám í dag. Samkvæmt breytingartillögunni mun skipulagsvald á Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli færast frá sveitarfélögunum til Alþingis og innanríkisráðherra.

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis, segir breytingartillögu meirihluta nefndarinnar miða að því að taka málið úr átakaferli, með því að færa skipulagsvald á millilandaflugvöllum í nefnd svipaðra þeirri sem hefur skipulagsvald yfir Keflavíkurflugvelli og bendir á Svíþjóð sem fyrirmynd í þessum efnum.

Skipulagsstofnun skilaði inn umsögn um frumvarpið þar sem fram kemur hvernig skipulagi á flugvöllum er háttað á hinum Norðurlöndunum. Forstjóri hennar segir skipulag flugvalla í Svíþjóð ekki vera með þeim hætti sem lagt er til í þessu frumvarpi.

Ennfremur bendir hún á að aðrar leiðir séu færar til að tryggja þjóðarhagsmuni til dæmis að efla samgönguáætlun eða landsskipulagsstefnu.

Ef tillagan verður lögð fram til umræðu í vikunni er ljóst að hún mun kalla fram hörð viðbrögð stjórnarandstöðuþingmanna.  Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði málið órætt í nefndinni og um væri að ræða nýja tillögu sem þyrfti að ræða mun betur.


Tengdar fréttir

Samþykkja lokun Bromma-flugvallar

Til stendur að loka Bromma-flugvelli í Stokkhólmi í síðasta lagi árið 2022 og á landið að nýtast til byggingar íbúðahúsa.

Flughlað ekki á dagskrá á kjörtímabilinu

Ekki er gert ráð fyrir nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli í samgönguáætlun til ársins 2018 sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra hefur lagt fyrir þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×