Litadýrð á Laugaveginum Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 12:56 Margir lögðu leið sína í Heklu til að berja nýjan Skoda Fabia augum. Það var líf og fjör í húsakynnum Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar nýr Skoda Fabia var kynntur í blíðskaparveðri. Skoda Fabia hefur hlotið hin ýmsu verðlaun og var meðal annars valinn bíll ársins hjá WhatCar? Að auki hlaut hann eftirsóttu hönnunarverðlaunin Red dot fyrir framúrskarandi vöruhönnun sem þykir fersk og flott. Í Skoda Fabia er litadýrðin við völd því bíllinn er er fáanlegur í fimmtán litum auk þess sem velja má mismunandi samsetningar á þaki og felgum, hliðarspeglahulstrum og 16 tommu álfelgum. Hver og einn getur því fundið sína eigin persónulegu litasamsetningu. Þessi ferski fjörkálfur er léttur, nettur og tæknivæddur. Hann er stútfullur af sniðugum lausnum og fullbúinn kemur hann með MirrorLink sem tengir snjallsímann við upplýsinga- og afþreyingakerfi bílsins. Með MirrorLink er öryggið í hávegum haft því ökumenn hafa augun á veginum og hendur á stýri. „Viðbrögðin við nýjum Skoda Fabia hafa verið frábær enda bíllinn framúrskarandi. Þetta er smávaxinn en snarpur borgarbíll sem hentar bæði fyrir ungt fólk sem og fjölskyldufólk sem langar að bæta öðrum bíl á heimilið,“ segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda. Skoda Fabia er fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísilvélum auk þess sem hann er fáanlegur í langbaks-útfærslu með veglegu skottplássi fyrir ferðalangana. Verðið kemur skemmtilega á óvart en nýr Skoda Fabia kostar frá 2.290.000 krónum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent
Það var líf og fjör í húsakynnum Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar nýr Skoda Fabia var kynntur í blíðskaparveðri. Skoda Fabia hefur hlotið hin ýmsu verðlaun og var meðal annars valinn bíll ársins hjá WhatCar? Að auki hlaut hann eftirsóttu hönnunarverðlaunin Red dot fyrir framúrskarandi vöruhönnun sem þykir fersk og flott. Í Skoda Fabia er litadýrðin við völd því bíllinn er er fáanlegur í fimmtán litum auk þess sem velja má mismunandi samsetningar á þaki og felgum, hliðarspeglahulstrum og 16 tommu álfelgum. Hver og einn getur því fundið sína eigin persónulegu litasamsetningu. Þessi ferski fjörkálfur er léttur, nettur og tæknivæddur. Hann er stútfullur af sniðugum lausnum og fullbúinn kemur hann með MirrorLink sem tengir snjallsímann við upplýsinga- og afþreyingakerfi bílsins. Með MirrorLink er öryggið í hávegum haft því ökumenn hafa augun á veginum og hendur á stýri. „Viðbrögðin við nýjum Skoda Fabia hafa verið frábær enda bíllinn framúrskarandi. Þetta er smávaxinn en snarpur borgarbíll sem hentar bæði fyrir ungt fólk sem og fjölskyldufólk sem langar að bæta öðrum bíl á heimilið,“ segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda. Skoda Fabia er fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísilvélum auk þess sem hann er fáanlegur í langbaks-útfærslu með veglegu skottplássi fyrir ferðalangana. Verðið kemur skemmtilega á óvart en nýr Skoda Fabia kostar frá 2.290.000 krónum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent