Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 4-0 | Meistararnir stöðvuðu Val Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2015 21:15 Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar. vísir/vilhelm Stjarnan kom sér aftur á sigubraut í Pepsi-deild kvenna með sigri á Val í kvöld, en lokatölur urðu 4-0. Staðan í hálfleik var 2-0, en með sigrinum skaust Stjarnan upp að hlið Vals og Selfoss. Öll liðin eru með níu stig. Írunn Þorbjörg Aradóttir, Ana Victoria Cate, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðrún Karítast Sigurðardóttir skoruðu sitt hvort markið, en mörkin fjögur voru öll afar smekkleg. Fallegar sóknir sem enduðu með marki eða flott skot. Valsstúlkur byrjuðu af krafti og voru fullar sjálfstrausts enda ekki tapað leik í upphafi móts, en liðinu tókst illa að . Hægt og rólega vann Stjarnan sig inn í leikinn og kom fyrsta markið á elleftu mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir lagði boltann laglega í netið. Einungis átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0, en þar var að verki Ana Victoria Cate með hörkuskoti. Eftir það róaðist leikurinn til muna. Mist Edvardsdóttir átti meðal annars skalla í slá, en inn fór boltinn ekki. Elín Metta Jensen og Vesna Smiljkovic voru mikið í boltanum, en náðist ekki að skapa sér afgerandi færi. Það vantaði meiri stuðning frá miðjunni á meðan um leið og Stjarnan komst í nálægð við teiginn hafði maður á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast. Staðan 2-0 eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir ekki mikið fjör. Í síðari hálfleik hélt Stjarnan boltanum vel og lengi og bjuggu til flott færi hvað eftir annað. Þær héldu boltanum niðri, hreyfðu boltann vel með grasinu og stungu svo inn á milli boltanum á bakvið bakverði Vals, þá sérstaklega hægra megin, þar sem Sigrún Ella var eins og strætóbílstjóri á Leið 1 upp og niður kantinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við þriðja marki Stjörnunnar og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom svo inná og skoraði með sinni fyrstu snertingu, en lokatölur 4-0. Afar sanngjarn sigur Stjörnunnar sem er aftur komið á sigurbraut eftir tap í síðasta leik sem var fyrsta tap liðsins í rúmt ár. Stjörnuliðið mætti grimmt til leiks eftir tap gegn Selfoss í vikunni og átti sigurinn fullkomlega skilið. Þær spiluðu boltanum vel og nokkrar sóknir voru algjört augnayndi hjá Stjörnuliðinu. Þær eru, ásamt Val, í þriðja til fimmta sætinu með níu stig.Ásgerður átti góðan leik á miðju Stjörnunnar í dag.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Spiluðum mjög góðan bolta „Við erum gífurlega sáttar með þennan sigur,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var liðsheildarsigur og við erum mjög ánægðar með hann. Við spiluðum mjög góðan bolta í dag.” „Við vildum sjálfsögðu að koma til baka eftir tapið gegn Selfoss síðast, en það er ekkert sem við vorum að einbeita okkur að. Við vildum bara vinna hérna í dag og það tókst.” „Mér fannst þetta hörkuleikur. Mér fannst 4-0 ekki segja allt um leikinn, en þær eru með hörkulið og eiga alveg heima í toppbaráttunni.” „Við erum með gífurlega snögga kantmenn og Harpa er einnig mjög góð í að stinga sér, en að sama skapi vildum við halda boltanum innan liðsins sem við gerðum ekki gegn Selfoss.” Stjörnuliðið fór mikið upp hægri kantinn þar sem Sigrún Ella var með áætlunarferðir. Ásgerður segja að það liggi í augum uppi að lyfta boltanum inn fyrir vörn andstæðingana þar sem Sigrún Ella kemur á ferðinni. „Sigrún Ella er einn sneggsti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það liggi alveg í augum uppi að maður reynir aðeins að stinga á hana,” sem var ekki hrædd um að Valsstúlkur myndu skora á einhverjum tímapunkti. „Mér fannst við frekar “solid” til baka og Sandra þar fyrir aftan, svo nei eigilega ekki,” sagði Ásgerður að lokum.Ólafur: Fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi „Ég veit það ekki. Já, það fannst mér. Okkur er bara refsað fyrir mistök og þær eru góðar í því,” sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, aðspurður hvort Valsliðið hafi átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við fengum líka færi, sláarskot og fleira. Við hefðum getað skorað á þær því við fengum færi í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari.” „Það eru fullt af ljósum punktum, en einnig fullt sem þarf að laga. Við munum gera það, það er klárt, en mér fannst við ekki að vera spila okkar leik eins og við höfum verið að gera.” „Þetta er bara einn af þessum leikjum. Það gekk mjög vel hjá þeim og þær spiluðu mjög vel, en við vorum ekki að sýna okkar besta leik.” „Mér fannst við ekki nægilega þéttar varnarlega séð, en við förum yfir þetta. Við vorum með varnarlínuna of hátt á vellinum og við bökkuðum ekki með línuna þegar það var ekki pressa á boltann,” en getur Valsliðið blandað sér í toppbaráttuna í sumar? „Við ætlum að reyna það. Þetta er einn leikur á móti mjög sterku liði og við höldum áfram.” „Þær voru upp við vegg. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefði munað sex stigum á Stjörnunni og Val. Þetta var must-win fyrir þær og mér fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi,” sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Stjarnan kom sér aftur á sigubraut í Pepsi-deild kvenna með sigri á Val í kvöld, en lokatölur urðu 4-0. Staðan í hálfleik var 2-0, en með sigrinum skaust Stjarnan upp að hlið Vals og Selfoss. Öll liðin eru með níu stig. Írunn Þorbjörg Aradóttir, Ana Victoria Cate, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðrún Karítast Sigurðardóttir skoruðu sitt hvort markið, en mörkin fjögur voru öll afar smekkleg. Fallegar sóknir sem enduðu með marki eða flott skot. Valsstúlkur byrjuðu af krafti og voru fullar sjálfstrausts enda ekki tapað leik í upphafi móts, en liðinu tókst illa að . Hægt og rólega vann Stjarnan sig inn í leikinn og kom fyrsta markið á elleftu mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir lagði boltann laglega í netið. Einungis átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0, en þar var að verki Ana Victoria Cate með hörkuskoti. Eftir það róaðist leikurinn til muna. Mist Edvardsdóttir átti meðal annars skalla í slá, en inn fór boltinn ekki. Elín Metta Jensen og Vesna Smiljkovic voru mikið í boltanum, en náðist ekki að skapa sér afgerandi færi. Það vantaði meiri stuðning frá miðjunni á meðan um leið og Stjarnan komst í nálægð við teiginn hafði maður á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast. Staðan 2-0 eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir ekki mikið fjör. Í síðari hálfleik hélt Stjarnan boltanum vel og lengi og bjuggu til flott færi hvað eftir annað. Þær héldu boltanum niðri, hreyfðu boltann vel með grasinu og stungu svo inn á milli boltanum á bakvið bakverði Vals, þá sérstaklega hægra megin, þar sem Sigrún Ella var eins og strætóbílstjóri á Leið 1 upp og niður kantinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við þriðja marki Stjörnunnar og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom svo inná og skoraði með sinni fyrstu snertingu, en lokatölur 4-0. Afar sanngjarn sigur Stjörnunnar sem er aftur komið á sigurbraut eftir tap í síðasta leik sem var fyrsta tap liðsins í rúmt ár. Stjörnuliðið mætti grimmt til leiks eftir tap gegn Selfoss í vikunni og átti sigurinn fullkomlega skilið. Þær spiluðu boltanum vel og nokkrar sóknir voru algjört augnayndi hjá Stjörnuliðinu. Þær eru, ásamt Val, í þriðja til fimmta sætinu með níu stig.Ásgerður átti góðan leik á miðju Stjörnunnar í dag.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Spiluðum mjög góðan bolta „Við erum gífurlega sáttar með þennan sigur,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var liðsheildarsigur og við erum mjög ánægðar með hann. Við spiluðum mjög góðan bolta í dag.” „Við vildum sjálfsögðu að koma til baka eftir tapið gegn Selfoss síðast, en það er ekkert sem við vorum að einbeita okkur að. Við vildum bara vinna hérna í dag og það tókst.” „Mér fannst þetta hörkuleikur. Mér fannst 4-0 ekki segja allt um leikinn, en þær eru með hörkulið og eiga alveg heima í toppbaráttunni.” „Við erum með gífurlega snögga kantmenn og Harpa er einnig mjög góð í að stinga sér, en að sama skapi vildum við halda boltanum innan liðsins sem við gerðum ekki gegn Selfoss.” Stjörnuliðið fór mikið upp hægri kantinn þar sem Sigrún Ella var með áætlunarferðir. Ásgerður segja að það liggi í augum uppi að lyfta boltanum inn fyrir vörn andstæðingana þar sem Sigrún Ella kemur á ferðinni. „Sigrún Ella er einn sneggsti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það liggi alveg í augum uppi að maður reynir aðeins að stinga á hana,” sem var ekki hrædd um að Valsstúlkur myndu skora á einhverjum tímapunkti. „Mér fannst við frekar “solid” til baka og Sandra þar fyrir aftan, svo nei eigilega ekki,” sagði Ásgerður að lokum.Ólafur: Fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi „Ég veit það ekki. Já, það fannst mér. Okkur er bara refsað fyrir mistök og þær eru góðar í því,” sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, aðspurður hvort Valsliðið hafi átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við fengum líka færi, sláarskot og fleira. Við hefðum getað skorað á þær því við fengum færi í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari.” „Það eru fullt af ljósum punktum, en einnig fullt sem þarf að laga. Við munum gera það, það er klárt, en mér fannst við ekki að vera spila okkar leik eins og við höfum verið að gera.” „Þetta er bara einn af þessum leikjum. Það gekk mjög vel hjá þeim og þær spiluðu mjög vel, en við vorum ekki að sýna okkar besta leik.” „Mér fannst við ekki nægilega þéttar varnarlega séð, en við förum yfir þetta. Við vorum með varnarlínuna of hátt á vellinum og við bökkuðum ekki með línuna þegar það var ekki pressa á boltann,” en getur Valsliðið blandað sér í toppbaráttuna í sumar? „Við ætlum að reyna það. Þetta er einn leikur á móti mjög sterku liði og við höldum áfram.” „Þær voru upp við vegg. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefði munað sex stigum á Stjörnunni og Val. Þetta var must-win fyrir þær og mér fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi,” sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira