Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2015 14:54 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Vísir/Ernir Starfsmenn Fjölmiðlanefndar fóru yfir samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. í ljósi fregna dagsins af fjárkúgunartilraunum systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Vísir hefur greint frá því að að efni fjárkúgunarkröfu systranna gegn ráðherranum tengist meintum viðskiptum hans við Björn Inga Hrafnsson, eiganda DV, sem áttu að tengjast kaupum á fjölmiðlinum. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann sagði forsætisráðherra ekki hafa fjármagnað kaup á DV.Sjá einnig:Birgitta vill svör um hin meintu spillingarmál forsætisráðherra „Við skoðuðum þetta, rifjuðum málið upp og þá var það eins og minni okkar hafði verið að við höfðum óskað eftir þessum upplýsingum eins og við gerum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við Vísi um málið.Óskuðu eftir upplýsingum um eignarhald og yfirráð Hún segir Fjölmiðlanefnd hafa á sínum tíma óskað eftir öllum upplýsingum um bæði eignarhald og yfirráð Vefpressunnar ehf. í ljósi samrunans við DV ehf. „Og með yfirráðum þá tekur það til þess hvort það sé einhver annar sem getur haft afgerandi áhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækisins. Annað hvort sameiginlega eða sjálfstætt. Þá var tiltekið að þetta gæti verið einhver sem gæti haft áhrif á skipun stjórnar atkvæðagreiðslu og svo framvegis. Við óskuðum eftir því hvort í gildi væru hluthafasamkomulag, lánasamningar eða annað sem fellur undir slíka skilgreiningu og svörin sem við fengjum voru þau að það væru engir slíkir samningar, eða annað sem varðar yfirráð,“ segir Elfa. Hún segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðfest með tölvupósti að svo væri ekki. „Við óskuðum eftir því hvort þetta sé með þessum hætti. Við vorum búin að fá öll gögn um eignarhaldið og það er allt skilmerkilega getið um það á heimasíðu okkar. Það kom staðfesting á að það væru engir slíkir samningar. Við getum birt upplýsingar um eignarhald en það eru ekki skýr fyrirmæli í lögunum um það að okkur sé heimilt að birta upplýsingar um yfirráð. Við getum spurt um það en okkur er ekki heimilt að birta það. “„Hafa ekki borist nein gögn“ Aðspurð hvort nánar verður farið yfir samruna Vefpressunar ehf. og DV ehf. segir hún engin gögn hafa borist nefndinni sem gefa tilefni til slíkrar skoðunar. „Ef það berast einhver önnur gögn, ef það kemur eitthvað annað upp sem gæfi ástæðu til að skoða málið aftur, en það hafa ekki borist nein slík gögn, við höfum ekki séð neitt slíkt. “ Hún segir Fjölmiðlanefnd geta haft skoðun en þá verði að liggja fyrir rökstuddur grunur. „Við vitum ekkert meira. Við getum ekki farið í málin á grundvelli einhvers sem við heyrum bara út í bæ. Við verðum að fá eitthvað.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Starfsmenn Fjölmiðlanefndar fóru yfir samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. í ljósi fregna dagsins af fjárkúgunartilraunum systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Vísir hefur greint frá því að að efni fjárkúgunarkröfu systranna gegn ráðherranum tengist meintum viðskiptum hans við Björn Inga Hrafnsson, eiganda DV, sem áttu að tengjast kaupum á fjölmiðlinum. Björn Ingi sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann sagði forsætisráðherra ekki hafa fjármagnað kaup á DV.Sjá einnig:Birgitta vill svör um hin meintu spillingarmál forsætisráðherra „Við skoðuðum þetta, rifjuðum málið upp og þá var það eins og minni okkar hafði verið að við höfðum óskað eftir þessum upplýsingum eins og við gerum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við Vísi um málið.Óskuðu eftir upplýsingum um eignarhald og yfirráð Hún segir Fjölmiðlanefnd hafa á sínum tíma óskað eftir öllum upplýsingum um bæði eignarhald og yfirráð Vefpressunnar ehf. í ljósi samrunans við DV ehf. „Og með yfirráðum þá tekur það til þess hvort það sé einhver annar sem getur haft afgerandi áhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækisins. Annað hvort sameiginlega eða sjálfstætt. Þá var tiltekið að þetta gæti verið einhver sem gæti haft áhrif á skipun stjórnar atkvæðagreiðslu og svo framvegis. Við óskuðum eftir því hvort í gildi væru hluthafasamkomulag, lánasamningar eða annað sem fellur undir slíka skilgreiningu og svörin sem við fengjum voru þau að það væru engir slíkir samningar, eða annað sem varðar yfirráð,“ segir Elfa. Hún segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðfest með tölvupósti að svo væri ekki. „Við óskuðum eftir því hvort þetta sé með þessum hætti. Við vorum búin að fá öll gögn um eignarhaldið og það er allt skilmerkilega getið um það á heimasíðu okkar. Það kom staðfesting á að það væru engir slíkir samningar. Við getum birt upplýsingar um eignarhald en það eru ekki skýr fyrirmæli í lögunum um það að okkur sé heimilt að birta upplýsingar um yfirráð. Við getum spurt um það en okkur er ekki heimilt að birta það. “„Hafa ekki borist nein gögn“ Aðspurð hvort nánar verður farið yfir samruna Vefpressunar ehf. og DV ehf. segir hún engin gögn hafa borist nefndinni sem gefa tilefni til slíkrar skoðunar. „Ef það berast einhver önnur gögn, ef það kemur eitthvað annað upp sem gæfi ástæðu til að skoða málið aftur, en það hafa ekki borist nein slík gögn, við höfum ekki séð neitt slíkt. “ Hún segir Fjölmiðlanefnd geta haft skoðun en þá verði að liggja fyrir rökstuddur grunur. „Við vitum ekkert meira. Við getum ekki farið í málin á grundvelli einhvers sem við heyrum bara út í bæ. Við verðum að fá eitthvað.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent