Fær Porsche 911 rafmótora? Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 15:30 Porsche 911 er táknmynd Porsche merkisins. Hjá Porsche í Þýskalandi er nú verið að velta því fyrir sér hvort hinn goðsagnarkenndi 911 bíll verði næsti bíll Porsche sem fær Plug-In-Hybrid drifrás og verði því tvíorkubíll. Nú þegar framleiðir Porsche bílana Cayenne, Panamera og 918 Spyder með slíkri drifrás og Porsche hefur áður sagt að allar líkur séu til þess að allir framleiðslubílar Porsche verði brátt í boði með tvíorkuaflrás. Porsche selur nú mjög vel af Cayenne og Panamera svona búna, en 15% af seldum Panamera og 10-12% Cayenne bílum í Bandaríkjunum eru þessarar gerðar. Fyrir um ári síðan voru fluttar af því fréttir að Porsche væri að íhuga 700 hestafla Porsche 911 Plug-In-Hybrid bíl og því aldrei að vita hvort þessi útfærsla hans verði svo öflug. Porsche hefur þekkinguna, ekki síst frá smíði 918 Spyder bílsins sem er hátt í 1.000 hestöfl. Það að bjóða 911 bílinn í svo umhverfisvænni útfærslu myndi einnig hjálpa Porsche að uppfylla sífellt strangari reglur Evrópusambandsins um litla koltvísýringslosun. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Hjá Porsche í Þýskalandi er nú verið að velta því fyrir sér hvort hinn goðsagnarkenndi 911 bíll verði næsti bíll Porsche sem fær Plug-In-Hybrid drifrás og verði því tvíorkubíll. Nú þegar framleiðir Porsche bílana Cayenne, Panamera og 918 Spyder með slíkri drifrás og Porsche hefur áður sagt að allar líkur séu til þess að allir framleiðslubílar Porsche verði brátt í boði með tvíorkuaflrás. Porsche selur nú mjög vel af Cayenne og Panamera svona búna, en 15% af seldum Panamera og 10-12% Cayenne bílum í Bandaríkjunum eru þessarar gerðar. Fyrir um ári síðan voru fluttar af því fréttir að Porsche væri að íhuga 700 hestafla Porsche 911 Plug-In-Hybrid bíl og því aldrei að vita hvort þessi útfærsla hans verði svo öflug. Porsche hefur þekkinguna, ekki síst frá smíði 918 Spyder bílsins sem er hátt í 1.000 hestöfl. Það að bjóða 911 bílinn í svo umhverfisvænni útfærslu myndi einnig hjálpa Porsche að uppfylla sífellt strangari reglur Evrópusambandsins um litla koltvísýringslosun.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent