Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júní 2015 15:38 Malín fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. Vísir „Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,” segir Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, um aðkomu sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. Hún og systir hennar, blaðamaðurinn Hlín Einarsdóttir, voru handteknar síðastliðinn föstudag vegna málsins. Malín segist ekki hafa trúað því að nokkur tæki bréf systur sinnar alvarlegt. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ segir hún. „Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún.Kippt úr raunveruleikanum Malín segist hafa upplifað að henni hafi verið kippt út úr raunveruleikanum þegar hún var handtekin um hádegisbil á föstudag. „Þessi dagur sem ég vakna og ætla að njóta mín í vaktafrí og fara að gera eitthvað skemmtilegt með syni mínum eftir skóla; hann breyttist úr því yfir í að vera handtekin fyrir að vera í bíl með systur minni og allt í einu er ég orðinn aðili að sakamáli,“ segir hún. Hún segist hafa játað fyrir lögreglunni að hafa haft vitneskju um málið og að hafa ekið systur sinni í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina strax í fyrstu skýrslutöku. „Ég hef ekkert að fela. Ég er búin að játa fyrir lögreglunni að það hafi verið heimskulegt að fara í þennan gjörning af því að ég hefði mátt vita betur,“ segir hún. Malín fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið.Óheppilegt orðalag Í tilkynningu sem lögregla sendi til fjölmiðla fyrir hádegi sagði: „Við yfirheyrslur játuðu konurnar að hafa sent umrætt bréf og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að um óheppilegt orðalag sé að ræða. „Þær komu kannski ekki báðar að því að póstleggja bréfið. En þær játuðu báðar aðild sína að málinu.“Mannorðið í rúst Lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við fjárkúgunina. Öllum fyrirmælum í bréfinu var fylgt og tösku komið fyrir á þeim stað sem mælt hafði verið fyrir um í bréfinu. Þar beið lögreglan. „Á þessu augnabliki horfir maður á lífið sitt, sem maður er búinn að byggja upp og hafa mikið fyrir, að vera góður blaðamaður og standa sig í vinnu og vera trúverðugur, eiga traust fólks, eins og ég hef átt, yfir í það að vera einhvern veginn höfð að fífli. Dálítið blindaður af fjölskyldutengslum,“ segir Malín um handtökuna og bætir við: „Allt í einu er mannorðið bara farið af því að maður blandaðist inn í vitleysu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
„Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,” segir Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, um aðkomu sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. Hún og systir hennar, blaðamaðurinn Hlín Einarsdóttir, voru handteknar síðastliðinn föstudag vegna málsins. Malín segist ekki hafa trúað því að nokkur tæki bréf systur sinnar alvarlegt. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ segir hún. „Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún.Kippt úr raunveruleikanum Malín segist hafa upplifað að henni hafi verið kippt út úr raunveruleikanum þegar hún var handtekin um hádegisbil á föstudag. „Þessi dagur sem ég vakna og ætla að njóta mín í vaktafrí og fara að gera eitthvað skemmtilegt með syni mínum eftir skóla; hann breyttist úr því yfir í að vera handtekin fyrir að vera í bíl með systur minni og allt í einu er ég orðinn aðili að sakamáli,“ segir hún. Hún segist hafa játað fyrir lögreglunni að hafa haft vitneskju um málið og að hafa ekið systur sinni í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina strax í fyrstu skýrslutöku. „Ég hef ekkert að fela. Ég er búin að játa fyrir lögreglunni að það hafi verið heimskulegt að fara í þennan gjörning af því að ég hefði mátt vita betur,“ segir hún. Malín fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið.Óheppilegt orðalag Í tilkynningu sem lögregla sendi til fjölmiðla fyrir hádegi sagði: „Við yfirheyrslur játuðu konurnar að hafa sent umrætt bréf og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að um óheppilegt orðalag sé að ræða. „Þær komu kannski ekki báðar að því að póstleggja bréfið. En þær játuðu báðar aðild sína að málinu.“Mannorðið í rúst Lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við fjárkúgunina. Öllum fyrirmælum í bréfinu var fylgt og tösku komið fyrir á þeim stað sem mælt hafði verið fyrir um í bréfinu. Þar beið lögreglan. „Á þessu augnabliki horfir maður á lífið sitt, sem maður er búinn að byggja upp og hafa mikið fyrir, að vera góður blaðamaður og standa sig í vinnu og vera trúverðugur, eiga traust fólks, eins og ég hef átt, yfir í það að vera einhvern veginn höfð að fífli. Dálítið blindaður af fjölskyldutengslum,“ segir Malín um handtökuna og bætir við: „Allt í einu er mannorðið bara farið af því að maður blandaðist inn í vitleysu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44