Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 18:28 Geir Þorsteinsson á blaðamannafundi KSÍ með Sepp Blatter árið 2012. Vísir/Pjetur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50
Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47