Sport

Íslenskur sigur í strandblaki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elísabet og Berglind Gígja með þjálfara sínum, Einari Sigurðssyni.
Elísabet og Berglind Gígja með þjálfara sínum, Einari Sigurðssyni. mynd/aðsend
Þær Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir höfðu betur gegn stöllum sínum frá Liechtenstein í hörkuleik í fyrstu umferð keppni í strandblaki á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík.

Ísland hafði þá betur með tveimur lotum gegn einni. Elísabet og Berglind unnu fyrstu lotuna nokkuð örugglega, 21-13, en Liechtenstein svaraði með því að vinna næstu lotu, 21-15.

Íslenska liðið hafði svo betur í spennandi oddalotu, 15-13, og vann því kærkominn sigur. Kýpur og Malta unnu einnig sínar viðureignir í kvennaflokki í dag.

Fyrr í dag tapaði karlaliðið, sem er skipað þeim Orra Þor Jónssyni og Einar Sigurðssyni, fyrir Andorra, 21-6 og 21-5. Ísland keppir í B-riðli þar sem Kýpur hafði betur gegn San Marinó fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×