Meiri vöxtur í sölu bíla til almennings en bílaleiga Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 11:43 Vel hefur gengið hjá BL að selja bíla bæði til almennings og bílaleiga. Hér sést Nissan Qashqai. Þrátt fyrir að mikil aukning sé í ár í sölu nýrra bíla til bílaleiga vegna hins mikla ferðamannastraum sem er nú til landsins er sala bíla til almenning örlitlu meiri. Sala bíla til bílaleiga hefur vaxið um 40% frá fyrra ári, en salan í heild er 41% meiri. Vel gengur að selja bíla hjá flestum bílaumboðum landsins. Sem dæmi eru nýskráningar bíla hjá BL ehf. fyrstu fimm mánuði ársins 48 prósentum fleiri en á sama tímabili 2014 og 7% prósentum fleiri en sem nam heildarstækkun bílamarkaðarins á tímabilinu í ár. Alls voru skráðir 602 bílar hjá BL í maí; 202 til einstaklinga og fyrirtækja og 400 til bílaleiga. Almennt stækkaði markaðurinn um 20% í maí borið saman við maí 2014. Markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja er nú 26,5% og 20,4% á markaði bílaleiga. Á sendibílamarkaði nemur hlutdeild BL 39 prósentum það sem af er ári. Alls fengu bílaleigur landsins afhentan 3531 bíl frá bílaumboðunum fyrstu fimm mánuði ársins, þar af 1957 bíla í maí. Miðað við apríl nemur aukningin 1180 bílum. Það sem af er ári hefur floti bílaleiganna ekki haldið í við vöxt bílamarkaðarins í heild sem var 41% fyrstu fimm mánuði ársins, en 39,8% til bílaleiga. Á árinu 2014 keyptu bílaleigurnar alls 4462 bíla. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þrátt fyrir að mikil aukning sé í ár í sölu nýrra bíla til bílaleiga vegna hins mikla ferðamannastraum sem er nú til landsins er sala bíla til almenning örlitlu meiri. Sala bíla til bílaleiga hefur vaxið um 40% frá fyrra ári, en salan í heild er 41% meiri. Vel gengur að selja bíla hjá flestum bílaumboðum landsins. Sem dæmi eru nýskráningar bíla hjá BL ehf. fyrstu fimm mánuði ársins 48 prósentum fleiri en á sama tímabili 2014 og 7% prósentum fleiri en sem nam heildarstækkun bílamarkaðarins á tímabilinu í ár. Alls voru skráðir 602 bílar hjá BL í maí; 202 til einstaklinga og fyrirtækja og 400 til bílaleiga. Almennt stækkaði markaðurinn um 20% í maí borið saman við maí 2014. Markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja er nú 26,5% og 20,4% á markaði bílaleiga. Á sendibílamarkaði nemur hlutdeild BL 39 prósentum það sem af er ári. Alls fengu bílaleigur landsins afhentan 3531 bíl frá bílaumboðunum fyrstu fimm mánuði ársins, þar af 1957 bíla í maí. Miðað við apríl nemur aukningin 1180 bílum. Það sem af er ári hefur floti bílaleiganna ekki haldið í við vöxt bílamarkaðarins í heild sem var 41% fyrstu fimm mánuði ársins, en 39,8% til bílaleiga. Á árinu 2014 keyptu bílaleigurnar alls 4462 bíla.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira