Sport

Byrjaði að æfa í fyrra og vann silfur í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar, lengst til vinstri, ásamt sigurvegaranum Jaremenko og Thomas Viderö.
Ívar, lengst til vinstri, ásamt sigurvegaranum Jaremenko og Thomas Viderö. Mynd/JAK
Ívar Ragnarsson vann í dag silfur í keppni með loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík eftir harða samkeppni við Boris Jeremenko frá Mónakó.

Ívar á þó ekki langa sögu í íþróttinni en hefur þrátt fyrir það náð langt á skömmum tíma.

„Ég skráði mig í lok árs 2013 og keppti fyrst í apríl í fyrra. Þangað mætti ég með rússneska handtrekkta byssu og náði silfrinu - sem kom öllum að óvörum og mest allra mér sjálfum,“ sagði Ívar við Vísi eftir keppnina í morgun.

„Ég hafði alltaf haft áhuga á byssum en byrjaði ekkert að æfa þetta fyrr en nýlega. Ég er aðeins fertugur og á því nóg eftir. Ég er bara ungur,“ sagði hann í léttum dúr.

Thomas Viderö, sem átti titil að verja í greininni frá síðustu leikum, varð þriðji.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×