Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 08:00 Jack Warner á ekki von á góðu þó hann játi. vísir/getty Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum. FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum.
FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti