Volkswagen Golf tekur á flug í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 11:33 Sjöunda kynslóð Volkswagen Golf. Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent
Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent