Golf

Guðrún Brá heldur öruggri forystu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðrún Brá mundar dræverinn.
Guðrún Brá mundar dræverinn. vísir/stefán
Guðrún Brá Björgvinsdóttir í íslenska landsliðinu í golfi er áfram með örugga forystu í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum, en annar hringur af fjórum kláraðist í dag.

Guðrún Brá spilaði á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari vallarins. Hún er samtals á fjórum höggum undir pari og hefur sex högga forystu.

Í öðru sæti, eins og eftir gærdaginn, er Sophie Sandolo frá Mónakó, en hún spilaði á 73 höggum í dag og er samtals á tveimur höggum yfir pari.

Karen Guðnadóttir spilaði vel og er komin upp í annað sætið. Hún fór hringinn í dag á einu höggi yfir pari eins og Guðrún og Sandolo og er komin upp í þriðja sæti á sex höggum yfir pari.

Sunna Víðisdóttir er í fjórða sæti á átta höggum yfir pari, en þær þrjár eru í algjörum sérflokki. Maria Creus Ribas frá Andorra er í fimmta sæti á 21 höggi yfir pari.

Ísland hefur örugga forystu í liðakeppni, en tveir bestu hringir hvers dags gilda til skors. Þá stefnir Guðrún Brá á gullið í einstaklingskeppninni.

Hér má sjá stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×