Kristján Þór bætti vallarmetið eftir ótrúlegan hring | Ísland í öruggri forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 15:12 Kristján Þór Einarsson slær hér á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Vísir/Stefán Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira