Takan heldur dauf í kuldanum síðustu daga Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2015 11:34 Veiðin í Sauðlauksvatni er búin að vera fantagóð í sumar Mynd: Jón Sigurðsson Það berast góðar fréttir úr Norðurá og Blöndu sem hafa þegar opnað fyrir veiðimenn en mun meira veiddist en menn þorðu að vona. Það er því nokkuð líf og stigvaxandi í ánum en sömu sögu er ekki að segja úr vötnunum. Fyrir norðan er ennþá kalt og lítið að gerast í vatnaveiðinni og sömu sögu er að segja frá flestum vötnum á suður og vesturlandi. Elliðavatn er ekki svipur hjá sjón síðustu tvær vikurnar en eftir hörkuveiði hjá mörgum í vor er eins og takan hafi alveg dottið niður. Einn og einn krækir í einhverja fiska en á þessum tíma á að vera mun meira líf í vatninu. Vatnið er ennþá kalt og lítið flugnaklak í gangi miðað við það sem getur talist eðlilegt. Á þingvöllum er svipaða sögu að segja. Vatnið er ennþá mjög kalt og veiðin sáralítil ef undanskilin er Þorsteinsvík sem er veiðisvæði ION en þar hefur veiðin verið fantagóð og líklega eru yfir 500 stórurriðar komnir þar í bók. Bleikjan hefur aftur á móti varla sýnt sig að neinu marki en núna á hún að vera komin að landi og farin að taka flugur veiðimanna. Um helgina voru til að mynda 15-20 manns á helstu stöðum í þjóðgarðinum en aðeins nokkrir með fisk og þá bara einn. Á þessum tíma í fyrra voru góðir menn við vatnið að ná 5-10 fiska dagafla. Eina vatnið sem stendur uppúr virðist vera Sauðlauksvatn fyrir vestan en þaðan berast fréttir af frábærri veiði og vænum fiskum. Það er kannski langt að fara en það er örugglega þess virði og betra heldur en að þvo línurnar í vötnunum við borgina dag eftir dag. Stangveiði Mest lesið Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Breytt fyrirkomulag í Blöndu á komandi sumri Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Frábært bleikjuskot í Hópinu Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði
Það berast góðar fréttir úr Norðurá og Blöndu sem hafa þegar opnað fyrir veiðimenn en mun meira veiddist en menn þorðu að vona. Það er því nokkuð líf og stigvaxandi í ánum en sömu sögu er ekki að segja úr vötnunum. Fyrir norðan er ennþá kalt og lítið að gerast í vatnaveiðinni og sömu sögu er að segja frá flestum vötnum á suður og vesturlandi. Elliðavatn er ekki svipur hjá sjón síðustu tvær vikurnar en eftir hörkuveiði hjá mörgum í vor er eins og takan hafi alveg dottið niður. Einn og einn krækir í einhverja fiska en á þessum tíma á að vera mun meira líf í vatninu. Vatnið er ennþá kalt og lítið flugnaklak í gangi miðað við það sem getur talist eðlilegt. Á þingvöllum er svipaða sögu að segja. Vatnið er ennþá mjög kalt og veiðin sáralítil ef undanskilin er Þorsteinsvík sem er veiðisvæði ION en þar hefur veiðin verið fantagóð og líklega eru yfir 500 stórurriðar komnir þar í bók. Bleikjan hefur aftur á móti varla sýnt sig að neinu marki en núna á hún að vera komin að landi og farin að taka flugur veiðimanna. Um helgina voru til að mynda 15-20 manns á helstu stöðum í þjóðgarðinum en aðeins nokkrir með fisk og þá bara einn. Á þessum tíma í fyrra voru góðir menn við vatnið að ná 5-10 fiska dagafla. Eina vatnið sem stendur uppúr virðist vera Sauðlauksvatn fyrir vestan en þaðan berast fréttir af frábærri veiði og vænum fiskum. Það er kannski langt að fara en það er örugglega þess virði og betra heldur en að þvo línurnar í vötnunum við borgina dag eftir dag.
Stangveiði Mest lesið Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Breytt fyrirkomulag í Blöndu á komandi sumri Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Frábært bleikjuskot í Hópinu Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði