Stórleikur sumarins í Kópavoginum í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 06:00 Fanndís er komin með fimm mörk í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni. vísir/ernir Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18
Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53