Verkfalli félagsmanna Rafiðnarsambands Íslands og fleiri iðnaðarmanna sem átti að hefjast á miðnætti annað kvöld hefur verið frestað.
Þetta eru góðar fréttir fyrir íþróttaáhugamenn, því eins og Vísir greindi frá í dag hefðu þrír landsleikir í handbolta og landsleikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta ekki verið sýndir hefði til verkfallsins komið.
Tæknimenn RÚV eru flestir hverjir meðlimir í RSÍ og var Rafiðnarsambandið meira að segja búið að hafnað undanþágubeiðni RÚV um sýningar á íþrótta- og menningarviðburðum í þá sex daga sem verkfallið átti að standa yfir.
Leikirnir fjórir verða því sýndir, en það eru leikir karlalandsliðsins í handbolta gegn Ísrael á miðvikudagskvöldið og gegn Svartfjallalandi á sunnudag, leikur kvennalandsliðsins í handbolta gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn og svo Ísland-Tékkland á föstudagskvöldið.
"Það er mikill léttir að verkfallinu hafi verið frestað þannig við getum komið þessum mikilvægu landsleikjum á skjám landsmanna. Nú hefst undirbúningur fyrir þessi verkefni," sagði Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi nú undir kvöldið.
Verkfallinu frestað og Tékkaleikurinn verður í beinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn