Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2015 13:45 Frá vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Starfsmenn í flugafgreiðslu fara í verkfall um mánaðamótin að óbreyttu. Vísir/GVA Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga. Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga.
Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44
Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58
Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00
Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55
Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00