Simmi í Kastljósi undir í glímunni við Bakkus Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 14:52 Alkóhólisminn hefur lagt Sigmar sem hefur ákveðið að leita sér hjálpar á Vogi. Sigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður og ritstjóri Kastljóss, skrifar ítarlegan pistil þar sem hann lýsir glímu sinni við Bakkus í gegnum tíðina. Þar hefur gengið á ýmsu, honum gekk löngum illa að eiga við alkóhólisma sinn, fyrir um tíu til fimmtán árum, en náði átta ára edrúmennsku. En, svo féll hann. Hann er nú á leið á Vog í afvötnun. Vísir ræddi við Sigmar og hann sagðist ekki vilja tjá sig umfram það sem segir í pistli sínum á Facebook. Hvað varðar starf hans hjá RÚV, þá fer hann í leyfi frá því í um hálfs mánaðar tímabil, og gerir ráð fyrir því að snúa til baka eftir þann tíma. Pistill Sigmars fer hér á eftir og er hann upplýsandi um sjúkdóminn sem hann hefur átt við að eiga. Þar kemur meðal annars fram að hann leitaði sér aðstoðar og fór í meðferð til Svíþjóðar, niðurbrotinn og beygður, alveg í henglum. Hann kom til baka og taldi sig þá vera í góðum málum, en þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni," segir Sigmar. Og hann féll á nýjan leik. Í lok pistilsins segist Sigmar vera á leið í Grafarvoginn, ætlar í slopp á Vogi þar sem hann mun enn og aftur takast á við alkóhólisma sinn.Pistill Sigmars um alkóhólisma sinn(Greinarmerki eru Vísis.)„Ég tel mig ekkert mikið frábrugðinn öðru fólki, en vafalítið hafa einhverjir aðra skoðun á því. Rétt eins og flestir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gamlar konur yfir gangbraut og lesa bækur fyrir veik börn á spítölum. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöfull er alkóhólismi sem hefur markerað mitt líf frá unglingsárum. Mér gekk afar illa að ráða við sjúkdóminn fyrir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yfirhöndinni. Átta ára edrúmennska fylgdi í kjölfarið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vinir fengu trú á mér eftir endalaus vonbrigði árin á undan. Lífið varð gott. En þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni. Fyrir um ári féll ég eftir langa edrúmennsku. Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta ömurlegt fall. Og eins og venjulega eru það aðstandendur og vinir alkans sem líða mest fyrir fylleríið. Fjölskylda mín var í sárum, vinir mínir gáttaðir og vinnufélagarnir svekktir því það er með mig eins og aðra alka, nánast vonlaust að vera heiðarlegur í neyslu. Sjálfur var ég í henglum og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brotinn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sannfærður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekkert uppá stuðninginn sem ég fékk, frá öllum í kringum mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slíkan stuðning skilið eftir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig andlega eftir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tökum á edrúmennskunni. Ég gerði nákvæmlega það sem alkar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúkdómurinn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á batanum mínum og edrúmennskunni. Og fyrir tveimur vikum féll ég aftur. Vegna eigin kæruleysis og vanmats á þessum ömurlega sjúkdómi. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn svekktur útí sjálfan mig. Vonleysið og niðurbrotið var algert. Og fjölskyldan mín leið að sjálfsögðu fyrir fallið, meira en ég sjálfur. Svona lagað spyrst út. Og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fellur þá stendur maður upp og heldur áfram. Ég er svo heppin að eiga dásamlega vini sem hjálpa mér á fætur. Foreldra og börn sem veita stuðning. Ómetanlegt. En það lán mitt að eiga Júlíönu Einarsdóttur að í þessum hremmingum bjargaði sennilega lífi mínu. Ef það er einhver sem hefur stutt mig, stappað í mig stálinu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafnvel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkóhólisma. Hún minnir mig á að ég er ekki vondur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu. Við mér blasir nú að vinna til baka traust hennar, barnanna minna, foreldra, vina og vinnufélaga. Það skal takast. Merkilegt nokk þá hefst sú ganga í náttfötum og slopp við Grafarvoginn. Þangað ætla ég á morgun. Ég ætla aldrei að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður og ritstjóri Kastljóss, skrifar ítarlegan pistil þar sem hann lýsir glímu sinni við Bakkus í gegnum tíðina. Þar hefur gengið á ýmsu, honum gekk löngum illa að eiga við alkóhólisma sinn, fyrir um tíu til fimmtán árum, en náði átta ára edrúmennsku. En, svo féll hann. Hann er nú á leið á Vog í afvötnun. Vísir ræddi við Sigmar og hann sagðist ekki vilja tjá sig umfram það sem segir í pistli sínum á Facebook. Hvað varðar starf hans hjá RÚV, þá fer hann í leyfi frá því í um hálfs mánaðar tímabil, og gerir ráð fyrir því að snúa til baka eftir þann tíma. Pistill Sigmars fer hér á eftir og er hann upplýsandi um sjúkdóminn sem hann hefur átt við að eiga. Þar kemur meðal annars fram að hann leitaði sér aðstoðar og fór í meðferð til Svíþjóðar, niðurbrotinn og beygður, alveg í henglum. Hann kom til baka og taldi sig þá vera í góðum málum, en þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni," segir Sigmar. Og hann féll á nýjan leik. Í lok pistilsins segist Sigmar vera á leið í Grafarvoginn, ætlar í slopp á Vogi þar sem hann mun enn og aftur takast á við alkóhólisma sinn.Pistill Sigmars um alkóhólisma sinn(Greinarmerki eru Vísis.)„Ég tel mig ekkert mikið frábrugðinn öðru fólki, en vafalítið hafa einhverjir aðra skoðun á því. Rétt eins og flestir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gamlar konur yfir gangbraut og lesa bækur fyrir veik börn á spítölum. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöfull er alkóhólismi sem hefur markerað mitt líf frá unglingsárum. Mér gekk afar illa að ráða við sjúkdóminn fyrir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yfirhöndinni. Átta ára edrúmennska fylgdi í kjölfarið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vinir fengu trú á mér eftir endalaus vonbrigði árin á undan. Lífið varð gott. En þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni. Fyrir um ári féll ég eftir langa edrúmennsku. Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta ömurlegt fall. Og eins og venjulega eru það aðstandendur og vinir alkans sem líða mest fyrir fylleríið. Fjölskylda mín var í sárum, vinir mínir gáttaðir og vinnufélagarnir svekktir því það er með mig eins og aðra alka, nánast vonlaust að vera heiðarlegur í neyslu. Sjálfur var ég í henglum og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brotinn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sannfærður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekkert uppá stuðninginn sem ég fékk, frá öllum í kringum mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slíkan stuðning skilið eftir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig andlega eftir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tökum á edrúmennskunni. Ég gerði nákvæmlega það sem alkar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúkdómurinn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á batanum mínum og edrúmennskunni. Og fyrir tveimur vikum féll ég aftur. Vegna eigin kæruleysis og vanmats á þessum ömurlega sjúkdómi. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn svekktur útí sjálfan mig. Vonleysið og niðurbrotið var algert. Og fjölskyldan mín leið að sjálfsögðu fyrir fallið, meira en ég sjálfur. Svona lagað spyrst út. Og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fellur þá stendur maður upp og heldur áfram. Ég er svo heppin að eiga dásamlega vini sem hjálpa mér á fætur. Foreldra og börn sem veita stuðning. Ómetanlegt. En það lán mitt að eiga Júlíönu Einarsdóttur að í þessum hremmingum bjargaði sennilega lífi mínu. Ef það er einhver sem hefur stutt mig, stappað í mig stálinu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafnvel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkóhólisma. Hún minnir mig á að ég er ekki vondur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu. Við mér blasir nú að vinna til baka traust hennar, barnanna minna, foreldra, vina og vinnufélaga. Það skal takast. Merkilegt nokk þá hefst sú ganga í náttfötum og slopp við Grafarvoginn. Þangað ætla ég á morgun. Ég ætla aldrei að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira