Nýr Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 15:50 Toyota Hilux árgerð 2016 og af 8. kynslóð. Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira