Fótbolti

Helgi Valur og félagar með annan fótinn upp í úrvalsdeild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Valur í landsleik.
Helgi Valur í landsleik. vísir/vilhelm
Helgi Valur Daníelsson spilaði í 75 mínútur fyrir AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Skive í dönsku B-deildinni í knattspyrnu.

Kim Aabech kom AGF yfir eftir tólf mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.

John Dyring jafnaði metin fyrir Skive, en ekki fylgir sögunni hvort hann sé bróðir Allan Dyring, fyrrum leikmanns FH og Fylkis.

Lokatölur urðu 1-1, en AGF er komið með 57 stig og stefnir hraðbyri upp í efstu deildina í Danmörku.

Þeir þurfa að öllum líkindum eitt stig í viðbót í síðustu tveimur leikjunum til þess að fara upp i efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×