Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2015 22:04 Í bakgrunn sést glitta í hina rússnesku Polinu Gagarina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015 Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015
Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15