53 aðildarþjóðir UEFA, þar á meðal Ísland, ætla því að taka þátt og kjósa prinsinn á morgun en það er þó óvíst hvort að það dugi til.
„Ég segir þetta með tárin í augunum en það hafa verið of margir skandalar hjá FIFA, móður fótboltans," sagði Michel Platini.
Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu og hægt er að horfa á hann með því að spóla til baka í spilaranum hér að neðan.
Michel Platini sagði frá því að hann fór til Sepp Blatter og bað hann um að stíga til hliðar en Blatter sagði nei.
„Það er ekki auðvelt að biðja vin um að segja af sér. Ég gerði það hinsvegar en núna veit ég ekkert meira en þið. Ég sagði hinsvegar við hann. Við unnum saman og í dag biðla ég til þín að hætta hjá FIFA," sagði Michel Platini.
„Fólk er búið að fá nóg af Sepp Blatter. Það vill hann ekki lengur og við viljum hann ekki lengur," sagði Platini.
„Blatter sagði mér að það væri of seint fyrir hann til að fara þar sem þingið er að hefjast á morgun," sagði Platini.
„Við hjá UEFA styðjum Ali prins og við biðjum aðra innan FIFA að gera það líka," sagði Platini.
Platini telur að 54 lönd utan UEFA séu tilbúin að kjósa Ali prins en að jórdanski prinsinn þurfi að fá fleiri atkvæði utan Evrópu eigi hann að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar.