Handbolti

Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alfreð Gíslason eru mættir til Kölnar.
Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alfreð Gíslason eru mættir til Kölnar. mynd/efhcl
Öll liðin fjögur sem taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta; Kiel, Barcelona, Kielce og Veszrpém, eru mætt til Kölnar í Þýskalandi þar sem Final Four fer fram sjötta árið í röð.

Í fyrri undanúrslitaleiknum mætir Barcelona liðið Kielce, en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 13.10 á laugardaginn.

Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Kiel og Veszprém frá Ungverjalandi, en útsending frá honum hefst klukkan 15.50 á Stöð 2 Sport 3.

Barcelona-liðið mætti fyrst til Kölnar, en á Facebook-síðu Meistaradeildarinnar má sjá myndir af liðunum mæta á hótelið þar sem þau gista.

Guðjón Valur var einbeittur á svip enda ætlar hann sér að bæta Meistaradeildartitlinum í sarpinn. Hann hefur fjórum sinnum komist í undanúrslit en aldrei unnið.

Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson og strákarnir í Þýskalandsmeistaraliði Kiel voru síðastir til Kölnar þrátt fyrir að vera eina þýska liðið í undanúrslitunum.

Flugi Kiel seinkaði en nú eru allir mættir á staðinn og klárir í slaginn á laugardaginn.

Alfreð Gíslason hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeildina eftir að byrjað var að spila með Final Four-fyrirkomulaginu og vonast eftir sínum þriðja titli með Kiel í Köln um helgina. Alls hefur hann unnið Meistaradeildina sem þjálfari fjórum sinnum.

Alfreð G'islason nær í töskuna úr rútunni.mynd/efhcl
Guðjón Valur í Jay Leno-gallanum í Köln og klár í slaginn.mynd/efhcl
Aron Pálmarsson með Christian Sprenger og Marko Vujin.mynd/efhcl
Sigurvegarinn fær þennan bikar.mynd/efhcl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×