Þurfa að fá 2/3 atkvæða annars verður önnur umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998 og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. Vísir/EPA Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30