Fer Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 11:26 Audi R18 þolakstursbíll Audi. Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent
Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent