Fer Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 11:26 Audi R18 þolakstursbíll Audi. Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent