Jeppar og jepplingar meira en helmingur nýrra bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:52 Cadillac Escalade er einn þeirra jeppa sem selst vel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent