Toyota hagnaðist um 2.400 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 11:20 Forstjóri Toyota greinir frá góðum árangri fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent
Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent