Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2015 07:00 Patrekur vann alla þá titla sem í boði eru á tveimur árum sem þjálfari Hauka. vísir/ernir Ég fór bara heim, náði í konuna og við skelltum okkur á Ásvelli þar sem var móttaka fyrir liðið. Það var samt skóli hjá krökkunum daginn eftir þannig við vorum bara til tólf,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, léttur og kátur í viðtali við Fréttablaðið. Haukar lyftu Íslandsbikarnum í tíunda sinn í sögu félagsins að Varmá á mánudaginn og í níunda sinn síðan árið 2000. Sigurganga liðsins hefur verið ótrúleg. „Lokahófið hjá yngri flokkunum byrjar klukkan fimm og svo er hjá okkur í kvöld [gærkvöld]. Maður verður kannski aðeins lengur í kvöld enda eiga menn auðvitað að fagna þessum árangri.“Vissi að þetta myndi lagast Haukarnir voru ekki góðir fyrir áramót og að berjast í neðri helmingi deildarinnar. Þeir komu sterkir inn eftir áramót og fóru svo í gegnum úrslitakeppnina án þess að tapa einum einasta leik. „Ég vissi alltaf skýringarnar á þessu. Tjörvi var ekki heill, ekki Janus heldur og Adam var að spila sitt fyrsta tímabil sem aðalskytta. Elías Már var líka farinn þannig að ég gerði mér alveg grein fyrir því að þessar breytingar myndu taka sinn tíma,“ segir Patrekur sem hafði þó fulla trú á að hlutirnir myndu komast í lag. „Það þurfti bara að púsla þessu saman. Það voru margir efins framan af en ekki ég, ekki Þorgeir formaður og ekki Óskar aðstoðarþjálfarinn minn. Ég settist niður með liðinu eftir tap gegn Aftureldingu í desember og ég fann að allir voru tilbúnir að stefna á það sama. Við fórum líka bara strax í gang eftir HM og töpuðum ekki mörgum leikjum,“ segir hann.Til alvarlegri hlutir en að tapa Patrekur var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en tapaði á sigurmarki Agnars Smára Jónssonar á síðustu sekúndu leiksins. „Það var erfið stund enda vorum við fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik og höfðum verið betra liðið allt tímabilið. Ég var kannski aðallega svekktur þegar ég sá þetta aftur því hann stökk svona langt inn í teig,“ segir Patrekur og hlær við. Hann staldraði ekki lengi við það grátlega tap. „Það er nú bara þannig að ég er alltaf jafn einbeittur á næstu æfingu og strax eftir leik þurfti ég að fara að gera hluti klára fyrir leiki með Austurríki. Ég er ekkert í því að fara að væla eftir leiki og gerði það ekki heldur sem leikmaður. Það eru til verri hlutir í lífinu en að tapa handboltaleik með einu marki,“ segir Patrekur.Patrekur fagnar ásamt Árna Steini Steinþórssyni og Jóni Þorbirni Jóhannssyni.vísir/ernirTitlar segja ekki allt Þrátt fyrir langan og farsælan feril var Íslandsmeistaratitillinn sem Patrekur fagnaði á mánudagskvöldið sá fyrsti sem hann vinnur. Hann fór tvisvar í úrslit sem leikmaður KA á tíunda áratugnum en tapaði í bæði skiptin fyrir Val áður en kom að tapinu gegn ÍBV í fyrra. „Auðvitað er ánægjulegt að vinna þetta loksins. Silfrin tvö með KA voru svekkjandi. Við unnum ekki titilinn þá en liðið var samt tilnefnt sem eitt besta handboltalið sögunnar sem segir sitt. Sumir þjálfarar og leikmenn komast aldrei í úrslitaleiki en ég var áður búinn að vinna bikarinn fimm sinnum,“ segir Patrekur sem segist alveg hafa getað lifað án Íslandsbikarsins á ferilskránni. „Auðvitað segja titlar ýmislegt en þeir segja ekki alla söguna. Hefðu það verið mín örlög að vinna titilinn aldrei hefði það bara þurft að vera þannig. Þetta er svo mörgum breytum háð eins og með hvaða liðum menn spila.“Alltaf að læra Þjálfaraferillinn fór hægt af stað hjá Patreki en hann hefur náð miklum árangri undanfarin misseri. Hann viðurkennir að hann sé búinn að þroskast mikið sem þjálfari. „Mér finnst ég vera á réttri leið núna. Þegar ég kom heim 2005 og hætti sem atvinnumaður fór ég í nám. Á þeim tíma hélt ég að ég vissi þetta allt saman sem var bara algjör vitleysa. Auðvitað lendir maður í ýmsu en lykillinn er að vera alltaf tilbúinn að læra af öðrum,“ segir Patrekur og heldur áfram: „Ef menn eru að væla yfir einhverju sem þeir lenda í eða eftir tapleiki eiga þeir bara að snúa sér að einhverju öðru. Ég veit alveg að ég kann þessa íþrótt en hvort ég muni alltaf vera vinnandi titla kemur bara í ljós. Það tekur enginn af mér það sem ég hef unnið í dag,“ segir Patrekur Jóhannesson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30 Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ég fór bara heim, náði í konuna og við skelltum okkur á Ásvelli þar sem var móttaka fyrir liðið. Það var samt skóli hjá krökkunum daginn eftir þannig við vorum bara til tólf,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, léttur og kátur í viðtali við Fréttablaðið. Haukar lyftu Íslandsbikarnum í tíunda sinn í sögu félagsins að Varmá á mánudaginn og í níunda sinn síðan árið 2000. Sigurganga liðsins hefur verið ótrúleg. „Lokahófið hjá yngri flokkunum byrjar klukkan fimm og svo er hjá okkur í kvöld [gærkvöld]. Maður verður kannski aðeins lengur í kvöld enda eiga menn auðvitað að fagna þessum árangri.“Vissi að þetta myndi lagast Haukarnir voru ekki góðir fyrir áramót og að berjast í neðri helmingi deildarinnar. Þeir komu sterkir inn eftir áramót og fóru svo í gegnum úrslitakeppnina án þess að tapa einum einasta leik. „Ég vissi alltaf skýringarnar á þessu. Tjörvi var ekki heill, ekki Janus heldur og Adam var að spila sitt fyrsta tímabil sem aðalskytta. Elías Már var líka farinn þannig að ég gerði mér alveg grein fyrir því að þessar breytingar myndu taka sinn tíma,“ segir Patrekur sem hafði þó fulla trú á að hlutirnir myndu komast í lag. „Það þurfti bara að púsla þessu saman. Það voru margir efins framan af en ekki ég, ekki Þorgeir formaður og ekki Óskar aðstoðarþjálfarinn minn. Ég settist niður með liðinu eftir tap gegn Aftureldingu í desember og ég fann að allir voru tilbúnir að stefna á það sama. Við fórum líka bara strax í gang eftir HM og töpuðum ekki mörgum leikjum,“ segir hann.Til alvarlegri hlutir en að tapa Patrekur var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en tapaði á sigurmarki Agnars Smára Jónssonar á síðustu sekúndu leiksins. „Það var erfið stund enda vorum við fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik og höfðum verið betra liðið allt tímabilið. Ég var kannski aðallega svekktur þegar ég sá þetta aftur því hann stökk svona langt inn í teig,“ segir Patrekur og hlær við. Hann staldraði ekki lengi við það grátlega tap. „Það er nú bara þannig að ég er alltaf jafn einbeittur á næstu æfingu og strax eftir leik þurfti ég að fara að gera hluti klára fyrir leiki með Austurríki. Ég er ekkert í því að fara að væla eftir leiki og gerði það ekki heldur sem leikmaður. Það eru til verri hlutir í lífinu en að tapa handboltaleik með einu marki,“ segir Patrekur.Patrekur fagnar ásamt Árna Steini Steinþórssyni og Jóni Þorbirni Jóhannssyni.vísir/ernirTitlar segja ekki allt Þrátt fyrir langan og farsælan feril var Íslandsmeistaratitillinn sem Patrekur fagnaði á mánudagskvöldið sá fyrsti sem hann vinnur. Hann fór tvisvar í úrslit sem leikmaður KA á tíunda áratugnum en tapaði í bæði skiptin fyrir Val áður en kom að tapinu gegn ÍBV í fyrra. „Auðvitað er ánægjulegt að vinna þetta loksins. Silfrin tvö með KA voru svekkjandi. Við unnum ekki titilinn þá en liðið var samt tilnefnt sem eitt besta handboltalið sögunnar sem segir sitt. Sumir þjálfarar og leikmenn komast aldrei í úrslitaleiki en ég var áður búinn að vinna bikarinn fimm sinnum,“ segir Patrekur sem segist alveg hafa getað lifað án Íslandsbikarsins á ferilskránni. „Auðvitað segja titlar ýmislegt en þeir segja ekki alla söguna. Hefðu það verið mín örlög að vinna titilinn aldrei hefði það bara þurft að vera þannig. Þetta er svo mörgum breytum háð eins og með hvaða liðum menn spila.“Alltaf að læra Þjálfaraferillinn fór hægt af stað hjá Patreki en hann hefur náð miklum árangri undanfarin misseri. Hann viðurkennir að hann sé búinn að þroskast mikið sem þjálfari. „Mér finnst ég vera á réttri leið núna. Þegar ég kom heim 2005 og hætti sem atvinnumaður fór ég í nám. Á þeim tíma hélt ég að ég vissi þetta allt saman sem var bara algjör vitleysa. Auðvitað lendir maður í ýmsu en lykillinn er að vera alltaf tilbúinn að læra af öðrum,“ segir Patrekur og heldur áfram: „Ef menn eru að væla yfir einhverju sem þeir lenda í eða eftir tapleiki eiga þeir bara að snúa sér að einhverju öðru. Ég veit alveg að ég kann þessa íþrótt en hvort ég muni alltaf vera vinnandi titla kemur bara í ljós. Það tekur enginn af mér það sem ég hef unnið í dag,“ segir Patrekur Jóhannesson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30 Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. 12. maí 2015 19:30
Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. 13. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. 12. maí 2015 14:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15