Seat Leon fljótasti langbakurinn á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 09:41 Seat Leon ST Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent