Maradona: FIFA er eins og spillt mafía og Blatter er rotta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 16:45 Diego Maradona Vísir/Getty Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi. FIFA Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi.
FIFA Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira