Volkswagen fjárfestir fyrir 625 milljarða á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:12 Úr verksmiðju Seat á Spáni. Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent
Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent