Nýr Camaro fær 4 strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:53 Tilgátumynd af Chevrolet Camaro 2016 Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira