Fótbolti

Björn Bergmann: Er að nálgast mitt besta form

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Bergmann í leik með FCK.
Björn Bergmann í leik með FCK. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji FCK, líður vel hjá danska félaginu. Íslendingurinn hefur staðið sig vel, en hann er á láni frá Wolves.

„Ég hugsa ekki um framtíðina. Ég hugsa bara um að gera vel hér og svo munum við sjá hvað gerist eftir það. Ég verð að gera vel og svo munum við sjá hvað gerist," sagði framherjinn við bold.dk.

„Ég myndi elska að vera hérna áfram, en ef ekki þá er það einnig fínt að fara aftur til Wolves. Ef ég yfirgef FCK mun ég hugsa aftur til þessa tíma með bros á vör."

Björn Bergmann hefur skorað eitt mark í níu leikjum í dönsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði einnig í úrslitaleiknum gegn FC Vestsjælland þar sem FCK tryggði sér sigurinn.

„Ég er að nálgast mitt besta form. Í síðustu fjórum leikjum mun ég sýna allt hvað ég get," grínaðist Íslendingurinn að lokum.

Skagamaðurinn hefur spilað með Lilleström og Wolves á sínum atvinnumannaferli auk þess að spila með Wolves og FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×